Míla færir þér fjarskiptalausnir
Míla tengir heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt Ísland við ljósleiðarakerfi sem getur veitt allt að 400 gígabita hraða á sekúndu. Míla rekur einnig öflugt grunnkerfi fyrir þráðlausan aðgang sem nær um allt land og veitir 5G þráðlausum aðgangskerfum styrkar stoðir.

Fjarskipti eru grunnstoðir samfélaga, auka samkeppnishæfni og tengja Ísland við umheiminn.
Fjarskiptalausnir Mílu
Við bjóðum upp á fjarskiptalausnir fyrir fjarskiptafélög sem starfa á Íslandi.
1. Aðgangsnet
Míla býður upp á aðgangsnet um ljósleiðara eða kopar. Míla er með tengingar í þéttbýlisstöðum um land allt. Á vefnum getur þú athugað hvort að tenging er í boði. Míla er á hraðaferð og er að byggja upp 10x ljósleiðara sem býður upp á allt að 10 sinnum meiri nethraða.
2. Stofnnet
Stofnnet Mílu er eitt meginburðarlaga fjarskipta á Íslandi og nær til allra þéttbýliskjarna landsins ásamt fjölda smærri staða úr alfaraleið. Ljósleiðarahringur Mílu er megin burðarlag stofnnetsins og tengir saman öll helstu ljósleiðaranet landsins. þar sem ljósleiðari er ekki til staðar eru stafrænar þráðlausar lausnir notaðar sem burðarlag.
3. Farsíma- og farnetsgrunnkerfi
Míla býður upp á úrvals aðgangsnet fyrir þau fjarskiptafélög sem búa yfir farsímatíðnum. Í boði eru allt að 700 staðir um allt land sem tryggja stöðugt samband.
4. IP-net
IP-net Mílu er háþróað fjarskiptanet, hannað til að uppfylla kröfur um nútíma fjarskipti með öruggum hætti. Fjarskiptafyrirtæki geta keypt IP þjónustu og nýtt hana til tengingar á interneti, VoIP, IPTV og farsímasendum.
5. Vöktun
Míla hefur langa reynslu af vöktun kerfa. Vaktborð Mílu sér um vöktun á fjarskiptakerfum Mílu um land allt ásamt þeim samböndum sem tengja Ísland við Evrópu og Norður Ameríku, sem og fleiri viðskiptavina, allan sólarhringinn, alla daga, allan ársins hring.

10x vettvangur framtíðar
10x er vettvangur framtíðar og býður upp á 2,5 - 5 eða 10 gígabita á sekúndu grunnsamband. Við erum á hraðaferð - ekki hraðferð - við að byggja upp XGS-PON ljósleiðarakerfi sem nær til allra þeirra staða sem tengjast við ljósleiðara Mílu. Við stefnum á að koma á 10x tengingum í öllum þéttbýlum fyrir lok ársins 2026. 10x tengingar eru hluti af lausnaframboði okkar um aðgangsnet.