Get ég tengst?
Míla er á hraðaferð og býður upp á allt að tíu gígabita á sekúndu nettengingar fyrir heimili og atvinnurými. Flettu upp hér fyrir neðan til að athuga hvort þú eigir séns á ljósleiðara frá Mílu.


10x er vettvangur framtíðar
Hrikalega hratt Alnet er besta lausnin við óþolinmæði og smellpassar fyrir kröfuhart fólk og fyrirtæki. Míla var fyrst fyrirtækja á Íslandi upp í 10 gígabita á sekúndu vettvang til heimila og fyrirtækja - vettvang fyrir nýsköpun, frumkvöðla, kröfuharða og óþolinmóða. Það eru tíu gígabitar á sekúndu - bæði til og frá.
Þarf einhver 10 gígabita á sekúndu?
10x tengingar eru með 10 gígabita fyrir niðurhal og 10 gígabita fyrir upphal. Þetta eru í raun 20x tengingar.
Venjulegt heimili notar vel undir heildargetu rafmagns á flestum stundum en þegar það undirbýr jólin þá fer allt á flug. Ofnin á fullu, allar hellur í notkun, brauðristin, hárblásarinn og ryksugan - allt í gangi á sama tíma. Þá er gott að geta tekið toppinn.
10 gígabitar er heill hellingur og býr til svigrúm fyrir nýsköpun. Það eru allar líkur á því að lausnir framtíðarinnar koma til með að nota meiri bandvídd.

Allt í einu
Vettvangsþjónustan okkar sér um að setja upp allt sem þarf í einni ferð: ljósleiðaratengingu, netbeini, myndlykla og þráðlaust net. Hafðu samband við þitt fjarskiptafélag til að panta.
Ljósleiðari fyrir heimili
10x ljósleiðari
10x tenging býður upp á 10 gígabita á sekúndu til og frá heimili. 10x hentar kröfuhörðum og óþolinmóðum.
1x ljósleiðari
1x tenging frá Mílu býður up á einn gígabita á sekúndu til og frá heimilis.
Ljósnet
Ljósnet nýtir fyrirliggjandi koparlagnir síðustu metrana og getur boðið upp á allt að 100 megabita á sekúndu. Í boði þar sem ljósleiðari nær ekki til
Ljósleiðari fyrir atvinnulífið
Lausnir fyrir atvinnulífið
Míla býður stórum sem smáum fyrirtækjum öruggar fjarskiptatengingar af ýmsum toga, eftir því hvað er tæknilega mögulegt á hverjum stað.
Ljósleiðari
Ljósleiðari er öflug tenging fyrir fyrirtæki og stofnanir sem hentar rekstri af öllum stærðum og gerðum. Við bjóðum upp á ljóslínur (Dark Fibre) og ljósleiðara (GPON og XGSPON).
Hýsingar
Hýstu þinn netbúnað hjá Mílu