Míla er íslenskt fjarskiptafélag
Íslenskt fjarskiptainnviðafyrirtæki sem fjárfestir í lífsgæðum Íslendinga með hátækniþróun. Míla byggir upp öfluga fjarskiptainnviði til framtíðar og brennur fyrir öruggum fjarskiptum. Við rekum þrjú netkerfi sem ná um allt Ísland: ljósleiðara-, örbylgju- og farsímanetkerfi.

Míla selur lausnamiðaða fjarskiptaþjónustu í heildsölu til fjarskiptafélaga og þannig tryggjum við að íslensk heimili, fyrirtæki og stofnanir séu tengd við umheiminn með styrkum stoðum.

Um okkur
Míla selur lausnamiðaða fjarskiptaþjónustu í heildsölu til fjarskiptafélaga og þannig tryggjum við að íslensk heimili, fyrirtæki og stofnanir séu tengd við umheiminn með styrkum stoðum.
Til að setja í samhengi vegalengd ljósleiðara sem Míla hefur lagt þá er það eins og 2,5 hringur í kringum jörðina eða 100.000 km.

Skoða lausar stöður
Stefnur og reglur
Míla markar sér stefnu út frá gildum og framtíðarsýn félagsins sem styðja við hlutverk og lykilmarkmið okkar. Míla er lífæð samskipta og undirstaða fjarskipta á Íslandi. Til að uppfylla það hlutverk setjum við okkur stefnu í mörgum málaflokkum til að styðja við starfssemina.