Míla á neyðarstigi vegna eldgoss í Sundhnjúkagígaröð - Nánar
Beint í efni

Ljósleiðari fyrir heimili

Míla rekur öflugt ljósleiðarakerfi fyrir heimili sem nær um allt Ísland sem nær 1.000 til 10.000 megabitum á sekúndu nethraða. Við erum einnig með kopartengingu inn í mörg íslensk heimili, sem skilar allt að 500 megabitum á sekúndu nethraða. Þegar heimili fær ljósleiðara verður kopartengingu fasað út á næstunni.

10x par í sófa grænt

10x vettvangur framtíðar

10x er nýr vettvangur fjarskipta sem mun standa íslenskum heimilum til boða í gegnum sitt fjarskiptafélag á þessu ári og býður upp á allt að 10 gígabita á sekúndu í báðar áttir. Þetta er stórt stökk fyrir íslensk heimili sem fá 10x upplifun. 10x er byggt með XGS-PON tækni frá Nokia sem er með minna sótspor en sambærileg aðgangstækni.

Manneskja að nota fartölvu við skrifborð. Mynd frá Christin Hume af Unsplash.com.

1x ljósleiðari

1x ljósleiðari frá Mílu býður upp á einn gígabita á sekúndu til og frá heimili. Gígabit ljósleiðari verður uppfærður í 10x þegar þjónustusvæði þess stækkar.

Spurt & svarað um ljósleiðara

Ertu með spurningar um ljósleiðara fyrir heimili?

  • Þú hefur samband við fjarskiptafyrirtæki að eigin vali sem sér um að panta tengingu hjá okkur. Við heyrum svo í þér til að finna hentugan tíma til að ganga frá tengingunni og þegar því er lokið er ljósleiðarinn orðinn virkur hjá þér.

  • Það er sami hraði í báðar áttir á ljósleiðara. Hraðinn á ljósleiðara Mílu getur náð allt að 10 gígabitum á sekúndu. Við bjóðum einnig upp á 1, 2,5 og 5 gígabita á sekúndu.

  • Við bendum öllum þeim sem vilja fá ljósleiðaratengingu og eru með öryggiskerfi og/eða neyðarhnappa að hafa samband við öryggisfyrirtækið sitt og fá ráðgjöf um hvaða lausnir eru í boði til að tryggja að kerfin virki áfram.

  • Ferli ljósleiðaratengingar er almennt þannig að fyrst er ljósleiðari lagður að heimili og hann tengdur inn í húskassa. þaðan þarf svo að leggja innanhússlagnir að þeim stað þar sem viðskiptavinur er með búnaðinn sinn, s.s. router, myndlykil o.s.frv. 

Ljósleiðari og RJ45 haus

Ljósnet

Míla býður upp á Ljósnet um kopartengingar sem nær allt að 100 megabitum á sekúndu nethraða.

Ljósnet Mílu byggir á svokallaðri VDSL tækni en þá er ljósleiðari lagður að götuskáp og þaðan er koparlína notuð síðustu metrana.

Spurt & svarað

Hér eru nokkrar almennar spurningar um tengingar til heimila frá Mílu.

  • Nei þess þarf ekki. Ljósleiðaraboxið tilheyrir fasteigninni sem það hefur verið sett upp í. Ef það er ljósleiðari Mílu í boði á nýja staðnum, en ekkert ljósleiðarabox komið, þá hefurðu samband við fjarskiptafyrirtækið þitt og óskar eftir að það verði sett upp box frá okkur.

  • Fjarskiptafélögin sjá alfarið um þjónustu til endanotanda. Viljir þú panta tengingu eða fá upplýsingar um stöðu pöntunar, afhendingu eða viðgerðir, skaltu leita til viðkomandi fjarskiptafyrirtækis. 

    Ef þú vilt koma ábendingu á framfæri við Mílu varðandi verklag, frágang eða öryggi fjarskiptalagna, sendu okkur ábendingu með því að smella á hnappinn "Hafa samband" hér efst á síðunni.

    Míla sér um að veita fjarskiptafélögum sem eru þjónustuaðilar okkar aðstoð.

  • Eina sem þú þarft að gera er að tilkynna um nýtt heimilisfang til fjarskiptafyrirtækisins þar sem þú ert með þjónustuna og þeir sjá um tilfærsluna. 
    Þú þarft að taka með þér netbúnað annan en ljósleiðaraboxið frá Mílu.

Getur þú tengst ljósleiðara fyrir heimili?

Míla er á hraðaferð og býður upp á allt að tíu gígabita á sekúndu nettengingar fyrir heimili og atvinnurými. Flettu upp hér fyrir neðan til að athuga hvort þú eigir séns á ljósleiðara frá Mílu.