Fá aðstoð
Míla er heildsali og er ekki í beinu sambandi við notendur nema þau sem eiga von á uppsetningu á nettengingu frá vettvangsteymi Mílu. En ekki örvænta því við getum beint þér á réttan stað.
Ef þú veist ekki hvaðan þú kaupir þjónustu, þá getur þú farið inn á vefinn What’s My IP og undir “My ISP” sérðu þinn þjónustuaðila. Hér fyrir neðan eru svo allir okkar þjónustuaðilar 👇

Míla sér um lagningu fastlínutenginga til heimila, stofnana og fyrirtækja á Íslandi.

Fá aðstoð
Mest af okkar aðstoð fer í gegnum þjónustuvef Mílu þar er hægt að panta, breyta og segja upp þjónustu. Þar er einnig að finna netspjallið okkar 💬
Þjónustuver okkar er til taks alla virka daga á milli 8-17 í síma 5856000.
Þú getur sent okkur tölvupóst á mila@mila.is eða fyllt út form svo að erindi þitt fari strax á réttan stað.
Til að setja í samhengi vegalengd ljósleiðara sem Míla hefur lagt þá er það eins og 2,5 hringur í kringum jörðina eða 100.000 km.

Ertu í framkvæmdum?
Fjarskiptalagnir eru mikilvægar grunnstoðir fyrir daglegt líf okkar allra og rekstur fyrirtækja. Þess vegna er mikilvægt að vita hvar þær liggja og hvað þarf til þess að halda þeim í góðu sambandi.
Ef þú ert að fara grafa þá er gott að panta teikningar af fjarskiptalögnum eða panta sóningu til að merkja nákvæma legu fjarskiptalagna. Það kemur í veg fyrir tjón á fjarskiptalögnum, sem geta orðið kostnaðarsamar fyrir þann sem slítur. Pantaðu teikningu hér fyrir neðan.

Ertu að byggja?
Míla getur tryggt þínum framkvæmdum öfluga tengingu þegar þið eruð tilbúin. Láttu okkur vita og við finnum besta mögulega tíma til að tengja þína byggingu við öflugt ljósleiðarakerfi Mílu.

Allt í einu
Allt í einu er vettvangsþjónusta Mílu sem setur upp það sem þarf í einni heimsókn. Ljósleiðaratengingu, netlagnir, netbeini, þráðlaust net og tengja tæki.
Umsóknir og leiðbeiningar
Spurt & svarað fyrir þjónustuaðila
Þetta spurt & svarað er sérstaklega með þjónustuaðila Mílu í huga - en ekki endanotendur tenginga Mílu.
Það eru nokkrar ástæður sem gætu verið fyrir því að pöntun stoppi, s.s. villur í gögnum, tvær pantanir í gangi eða annað. Best er að hafa samband við okkur símleiðis á opnunartíma þjónustuvers eða í gegnum netspjall þjónustuvefs.
Þú óskar eftir aðgangi að þjónustuvef Mílu hjá næsta yfirmanni þínum.
Allar pantanir fara í gegnum tilboðsferlið á Þjónustuvef Mílu en einnig er hægt að senda fyrirspurn á sala@mila.is. Einungis aðilar með fjarskiptaleyfi geta pantað hjá lausnir frá Mílu.
Já, og það er aðgengilegt á þjónustuvef Mílu - sem er ætlað þjónustuaðilum Mílu.