Saga Mílu
Míla er íslenskt fjarskiptainnviðafyrirtæki sem fjárfestir í lífsgæðum Íslendinga. Míla er lífæð samskipta og er í fararbroddi þegar kemur að fjarskiptainnviðum á Íslandi.
Míla selur lausnamiðaða fjarskiptaþjónustu í heildsölu til fjarskiptafélaga og þannig tryggjum við að íslensk heimili, fyrirtæki og stofnanir séu tengd við umheiminn með styrkum stoðum.

Mikilvægar grunnstoðir
Fyrirtækið Míla hf. var stofnað í apríl 2007. Míla á og rekur víðtækt ljósleiðara-, koparkerfi-, og örbylgjukerfi sem nær til heimila, fyrirtækja og stofnana á landinu. Míla rekur mikilvægar grunnstoðir fjarskiptaþjónustu um allt Ísland.
Míla leggur ríka áherslu á áreiðanleika og öryggi. Míla er í stöðugri tækniþróun í þeim tilgangi að viðhalda tryggum fjarskiptum um allt land. Fyrirtækið ætlar sér að leita bestu lausna hverju sinni og veita faglega þjónustu.

Eigendur Mílu
Míla eru í eigu franska fjárfestingafélagsins Ardian. Ardian var stofnað árið 1996 af Dominique Senequier, upphaflega sem fjárfestingararmur tryggingarfélagsins AXA. Ardian er með skrifstofur í 19 löndum og starfsfólk telur á annað þúsund í 19 löndum. Eignasafn þeirra er um 22.870 milljarðar í íslenskum krónum. Ardian leggur mikla á áherslu á sjálfbærni og jákvæð áhrif á samfélög. Auk Ardian eru fjórtán íslenskir lífeyriðssjóðir eigendur Mílu.

Sjálfbærni og samfélag
Míla er mikilvægur hluti af innviðum samfélagsins. Míla á og rekur víðtækasta fjarskiptakerfi landsins og ber því ríka ábyrgð þegar kemur að fjarskiptum í samfélaginu í heild.
Míla er félagi að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Með aðild skuldbindur Míla sig til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á fólk og umhverfi og til að haga starfsemi sinni samkvæmt því. Samfélagsleg ábyrgð nær meðal annars til almennra viðskiptahátta, umhverfismála, vinnuverndar og jafnréttismála.
Míla gaf fyrst út skýrslu um sjálfbærniuppgjör fyrirtækisins fyrir árið 2019 og er þetta því í fimmta sinn sem fyrirtækið gefur út slíka skýrslu. Skýrslan byggir á ESG (UFS) leiðbeiningum NASDAQ og skiptist í þrjá þætti, sem eru umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir. Skýrslan er unnin í samstarfi við Klappir.