Framkvæmdaáætlanir
Áætlaðar framkvæmdir Mílu um fyrirhugaðar lagna- og jarðvegsframkvæmdir eru birtar hér á síðunni.
Annars vegar eru tilkynningar birtar hér í samræmi við gildandi kvaðir Fjarskiptastofu um að Mílu beri að birta fyrirhugaðar lagna- og jarðvegsframkvæmdir með að lágmarki 3 mánaða fyrirvara á svæðum þar sem fyrirtækið er metið með umtalsverðan markaðsstyrk.
Hins vegar eru tilkynningar birtar hér um fyrirhugaðar framkvæmdir Mílu í sveitarfélögum sem hlotið hafa styrki hjá fjarskiptasjóði í tengslum við átak stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026.
Áréttar Míla að í báðum tilvikum er um áætlun að ræða en verkefnin og forgangur þeirra er háð aðstæðum á hverjum stað og mögulegum framgangi verkefna. Dagsetningar á þessari síðu eru dagsetningar á birtingu tilkynninga. Framkvæmdir hefjast í fyrsta lagi 3 mánuðum frá tilkynningu.
Óski fyrirtæki eftir samstarfi í framkvæmdum á einstaka svæðum skal beina slíkri fyrirspurn til Mílu með tölvupósti á netfangið mila@mila.is við fyrsta tækifæri og a.m.k. innan 60 daga frá birtingu tilkynningar á vef Mílu svo hægt sé að tryggja að hönnun verkefnis geri ráð fyrir samnýtingu lagnaleiða innan framkvæmdartímans.