10x vettvangur til framtíðar
10x er nýr vettvangur fjarskipta sem mun standa íslenskum heimilum til boða í gegnum sitt fjarskiptafélag á þessu ári og býður upp á allt að 10x sinnum meiri nethraða. Þetta er stórt stökk fyrir íslensk heimili og fyrirtæki sem fá 10x upplifun.

Hvað er 10x?
10x er vettvangur sem er ætlað að tryggja 10 sinnum betri upplifun – ekki bara með flottum tölum í stöku hraðaprófi - heldur einnig með breiðari getu sem færir öllum tækjum heimilis það sem þau þurfa hverju sinni og þá án þess að það bitni á heimilinu. 10x er umhverfisvæn aðgangstækni og er með allt að 15x minna umhverfisspor en sambærileg tækni. XGS-PON tæknin þarf minna rafmagn, minna af búnaði og minni uppsetningartíma.
Get ég tengst?
10x er nýr vettvangur fjarskipta sem býður upp á 10x meiri nethraða. Þetta er stórt stökk fyrir íslensk heimili sem fá 10x upplifun. Við erum að vinna að því að tengja íslensk heimili við 10x vettvanginn.
Flettu upp hvort þitt heimili geti tengst við 10x.

Af hverju 10x?
Þú hefur val um þrjá mismunandi nethraða: 2,5 - 5 og 10 gígabitar á sekúndu. Í 10 gígabitum þarf að taka frá um 14% frá fyrir línuvilluleiðréttingu og merkingu sambands (e. overhead) og munu flest próf sýna 8,6 gígabita á sekúndu.
10x er vettvangur framtíðar og býr yfir nægu rými fyrir allt það nýja sem á eftir að skapa.
10x er byggt á nýrri aðgangstækni sem heititr XGSPON sem notar minni búnað og minna rafmagn en sambærileg tækni.
Fyrir hver er 10x?

10x netbúnaður
Míla getur vottar netbúnað fyrir 2,5 Gbit/s, 5 Gbits/s og 10 Gbit/s tengihraða. Fjarskiptafélög sjá um að leiðbeina heimilum við að velja netbúnað. Míla getur leigt fjarskiptafélögum netbúnað fyrir 10x.
Spurt & svarað
Heildarsamband er 10 gígabitar í báðar áttir, en um 10-12% er frátekið fyrir merkingar sambands eða fyrir haus. Ef þú ert með 10 gígabita netbúnað og tölvu sem þolir það, þá ættir þú að sjá um 8,6-8,9 gígabita á sekúndu.
Verðlagning 10x tenginga er í höndum fjarskiptafélaga sem selja 10x tengingar. Míla rukkar viðbótargjald fyrir 10x tengingar til fjarskiptafélaga.
Já, þú getur notað eigin netbeini en ljósleiðarabox kemur frá Mílu og þarf að koma fyrir innanhúss. Uppsetning á 10x ljósleiðaraboxi er innifalin í pöntun á 10x tengingu.
Uppsetning á 10x ljósleiðaraboxi er innifalin í pöntun á 10x tengingu.