Míla á neyðarstigi vegna eldgoss í Sundhnjúkagígaröð - Nánar
Beint í efni

Sækja um styrk

Míla er virkur þátttakandi í samfélaginu og sýnir samfélagslega ábyrgð í verki, meðal annars með því að styðja við ýmis málefni til góðs fyrir samfélagið í heild. Stefna Mílu í styrktarmálum endurspeglar áherslur fyrirtækisins sem styðja jafnframt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna eru að leiðarljósi við styrkveitingar Mílu.

Markmið Mílu við veitingu styrkja er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið þar sem fyrirtækið starfar. Míla leitast við að styðja við verkefni sem gagnast samfélaginu í heild og hafa tengsl við kjarnastarfsemi Mílu, sem er uppbygging og rekstur fjarskiptainnviða á landsvísu.

Áhersla Mílu í styrktarmálum tengjast verkefnum sem stuðla að:

  • Slysavörnum, björgun og öryggi
  • Nýsköpun tengd fjarskiptum og endurnýjanlegri orku
  • Jafnrétti
  • Lýðheilsu

Míla tekur afstöðu til þeirra styrktarbeiðna sem berast.

Þess má geta að Míla styrkir hvorki stjórnmálasamtök né einstök framboð, samtaka eða einstaklinga. Sama gildir um félög eða samtök þar sem gert er upp á milli eða mismunað með einhverjum hætti á grundvelli kyns, uppruna, kynhneigðar, trúar eða kynþáttar. Míla styrkir ekki félög, fyrirtæki eða einstaklinga til ferðalaga, hvorki innanlands né til útlanda.

Til að stuðla að því að allar umsóknir hljóti sanngjarna afgreiðslu þá fer styrktarnefnd Mílu aðeins yfir þær umsóknir sem berast í gegnum umsóknarformið hér að neðan. Umsækjendur eru hvattir til að sækja um með góðum fyrirvara. Míla leggur sig fram við að svara öllum þeim styrktarbeiðnum sem berast og búast má við að svör við beiðni um styrk berist eftir allt að fimm vikur.

Samþykkt af framkvæmdastjórn Mílu þann 5. September 2024.

Sækið um styrk frá Mílu hér fyrir neðan.

Sækja um styrk

Umsóknarform fyrir styrk

Tengist styrkur eftirfarandi?

Það má haka við fleiri en einn hóp.

Tegund styrks?

Hakaðu við í hvaða formi þig vantar styrk*

Röksemdir fyrir styrkjabeiðni

Af hverju þarf þitt verkefni styrk frá Mílu?

Fylgigögn