Vinnustaðurinn Míla
Míla er nútímalegur vinnustaður sem býður upp nýjustu tækni og tæki til að sinna störfum. Við tökum vel á móti fólki, þjálfum það til starfa og höldum lengi í okkar fólk.

Vettvangur framtíðar
Míla er virkur þátttakandi í uppbyggingu framtíðarinnar. Á næstunni munum við sjá nýja og spennandi lausnir vaxa og dafna á Alnetinu. Gervigreind, sýndarheimar, heildrænar fundarlausnir, fjarkennsla og heilsa eru allt svið sem koma til að eflast samhliða öflugum tengingum. Við þurfum á brautryðjendum framtíðar að halda til að styrkja stoðir fjarskipta Íslands


Nútímalegur vinnustaður
Míla sérhæfir sig í fjarskiptum og nýjustu tækni. Míla er hátæknifélag. Við erum dugleg að nýta okkur nútímalegar aðferðir, tækni og tæki til að ná árangri. Við viljum veita okkar fólki tækifæri til þess að ná árangri við störf.
Heilsa og öryggi starfsfólks
Þess er gætt að starfsfólk sem vinnur við mismunandi aðstæður sé öruggt við vinnu og starfi samkvæmt öryggisreglum fyrirtækisins. Heilsa starfsfólks skiptir einnig miklu máli og stuðlar Míla að bættri heilsu starfsfólks síns m.a með því að bjóða upp á líkamsræktarstyrk, heilsufarsmælingar og inflúensubólusetningar. Boðið er upp á jóga einu sinni í viku og þá erum við með samning sem tryggir okkur gott aðgengi að læknis- og sálfræðiþjónustu.


Opin og bein samskipti
Starfsemi Mílu er fjölbreytt og aðstaðan er mismunandi eftir störfum. Skrifstofur eru í opnum rýmum sem auðveldar okkur öll samskipti og skapar líflegt starfsumhverfi. Kaffistofur víða um fyrirtækið og rúmgott mötuneyti þar sem er boðið upp á fjölbreyttan mat í hádeginu.
Mikil þekking og reynsla
Míla leggur áherslu á langt og farsælt samband við starfsfólk. Hjá okkur starfar reynslumikið fólk sem hefur óbilandi áhuga á fjarskiptum. Við sjáum til þess að fólk geti vaxið og dafnað í starfi. Boðið er upp á námskeið, fræðslu og námsstyrki til lengra náms.


Virkar samgöngur
Hjá Mílu er fyrirmyndar aðstaða fyrir starfsfólk sem kýs að hjóla í vinnuna en það hefur aðgang að aðgangsstýrðri hjólageymslu og góðri búningsaðstöðu með sturtum. Samgöngustyrkur er í boði fyrir starfsfólk sem nýtir umhverfisvæna samgöngukosti til að ferðast til og frá vinnu. Þá hefur starfsfólk aðgang að rafhleðslustöðvum til að hlaða rafbíla sína.

Störf í boði
Míla er alltaf að leita að kláru fólki sem getur hjálpað okkar að byggja upp vettvang framtíðar og eina mikilvægustu grunnstoð Íslands.