Aðgangsnet
Míla hefur yfir að ráða öflugu og fjölþættu aðgangsneti sem byggir að mestu á koparlínum og ljósleiðurum. Koparlínukerfi Mílu er mjög víðtækt þar sem nær öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í landinu eru tengd kerfinu.

Aðgangsleið 1 og 3 eru tengingar í aðgangsneti - xDSL og ljósleiðari. Aðgangsleið 2 er í boði þar sem MPLS-TP tengingar eru til staðar.
Aðgangsleið 1
Aðgangsleið 1 er algengasta leiðin sem viðskiptavinir Mílu nýta sér. Aðgangsleið 1 afhendist í DSLAM eða jafngildan búnað á þeim stað þar sem koparheimtaugar tengjast tengigrind í tækjahúsi eða götuskáp.
- Þjónustuveitandi tengist DSLAM/heildsöluskipti Mílu beint í viðkomandi tækjahúsi með 1 Gb/s eða 10 Gb/s sambandi.
- Þjónustuveitandi þarf sjálfur að leggja til aðgangsþjón (BRAS) og flutningslag að DSLAM/heildsöluskipti.
- Heildsöluskiptir er aðeins settur upp þar sem fleiri en einn viðskiptavinur óskar eftir Aðgangsleið 1
- Þjónustuveitendur sjá sjálfir um notendabúnað fyrir sína viðskiptavini
- Línudeili skal alltaf nota þegar símaþjónusta er til staðar
Aðgangsleið 3
Felur í sér flutning með ATM/IP á stofnlínukerfi Mílu að tengipunkti annars fjarskiptafyrirtækis við aðgangsþjón (BRAS) Símans. Tengingar eru afgreiddar með þeim gagnahraða sem er tæknilega mögulegur hverju sinni, en þó að hámarki 12 Mb/s vegna ADSL og 70 Mb/s vegna VDSL2.
- Þjónustuveitandi tengist IP/MPLS neti og fá þar aðgang að flutningslagi og aðgangsþjóni.
- Þjónustuveitendur sjá sjálfir um notendabúnað fyrir sína viðskiptavini
- Línudeili skal alltaf nota þegar símaþjónusta er til staðar
Aðgangsleið 2
Aðgangsleið 2 er í boði á þeim stöðum þar sem Stofnnet Mílu býður upp á MPLS-TP tengingar að því gefnu að þar sé einnig staðsettur ISAM búnaður.
Vinsamlegast hafið samband við sala@mila.is til að nálgast verðskrá fyrir bitastraum.
Fyrirtækjatengingar Mílu eru ætlaðar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Ljósleiðari Mílu
Fyrirtækjatenging um Ljósleiðara Mílu er mjög öflug og hagkvæm tenging, ætluð til reksturs lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Hraðinn er jafn í báðar áttir og er hægt að velja á milli 100, 200, eða 500 Mb/s hraða. Hámarkshraðinn er 500 Mb/s á höfuðborgarsvæðinu en 200 Mb/s á landsbyggðinni.
Helstu kostir fyrirtækjatenginga umfram heimilistengingar.
Fyrirtækjatengingar fá forgang í bilunum umfram heimilistengingar.
Í boði eru allt að 5 þjónustutengingar (VLAN).
Dæmi um þjónustutengingar:
- VLAN til að tengja saman útibú fyrirtækja
- VLAN fyrir internet samband fyrirtækis
- VLAN fyrir VoIP þjónustu
Útbreiðsla
Míla stendur nú í gríðarlegri ljósleiðaravæðingu á höfuðborgarsvæðinu sem áætlað er að ljúki innan 3ja ára. Míla býður einnig ljósleiðaratengingar á ljósleiðarakerfum í eigu annarra víðsvegar á landinu.
Á forsíðu www.mila.is má kanna hvaða tengimöguleikar eru á viðkomandi heimilisfangi. Niðurstaðan sýnir hvaða þjónusta er í boði ásamt hámarkshraða sem býðst.
Eru fyrirtækjatengingar á Aðgangsleið 3. Um er að ræða fyrirtækjatengingar frá notanda að næsta nettengipunkti, flutningur á IP neti er hluti af vörunni á Aðgangsleið 3.
Ljósnet Mílu
Fyrirtækjatenging á Ljósneti Mílu er öflug og hagkvæm tenging ætluð til reksturs lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hægt er að velja milli 50 Mb/s og 100 Mb/s í hraða. Upphalshraðinn er 25 Mb/s í báðum tilvikum. Mögulegt er að tengja allt að 5 sjónvarpsmyndlykla alla í HD.
Helstu kostir fyrirtækjatenginga umfram heimilistengingar
Fyrirtækjatengingar fá forgang í bilunum umfram heimilistengingar.
Í boði eru allt að 5 þjónustutengingar (VLAN).
Dæmi um þjónustutengingar:
- VLAN til að tengja saman útibú fyrirtækja
- VLAN fyrir internet samband til fyrirtækis
- VLAN fyrir VoIP þjónustu
Útbreiðsla
Ljósnet Mílu er gríðarlega víðtæk þjónusta. Flestir þéttbýlisstaðir á landinu eru vel tengdir. Ljósnet Mílu byggir á svokallaðri VDSL tækni en þá er ljósleiðari tengdur frá símstöð að götuskáp og koparlögn notuð síðustu metrana. Þróun á VDSL tækninni er mikil og hröð og miklar hraðaaukningar sjáanlegar á næstu árum fyrir þá sem tengjast Ljósneti Mílu.
Víða um land er Ljósnetið einnig í boði fyrir þá sem eru með innan við 1 km. langar koparlínur frá símstöð og vinnur Míla að stækkun Ljósnetsins á þeim stöðum með uppsetningu götuskápa.
Á forsíðu www.mila.is er leitarvél þar sem má kanna hvaða tengimöguleikar eru á viðkomandi heimilisfangi. Niðurstaðan sýnir hvaða þjónusta er í boði ásamt hámarkshraða sem býðst.
ADSL
ADSL fyrirtækjatenging er hagkvæm nettenging sem ætluð er til reksturs lítilla fyrirtækja eða fyrirtækja sem þurfa ekki mikla bandvídd.
Hægt er að velja hraða á bilinu 2 Mb/s - 14 Mb/s. Upphraðinn getur verið frá 1 Mb/s - 2,5 Mb/s. Ekki er boðið upp á flutning á sjónvarpsþjónustu yfir ADSL fyrirtækjatengingar.
Helstu kostir fyrirtækjatenginga umfram heimilistengingar
Fyrirtækjatengingar fá forgang í bilunum umfram heimilistengingar.
Allt að 3 þjónustutengingar (VLAN).
Dæmi um þjónustutengingar:
- VLAN til að tengja saman útibú fyrirtækja
- VLAN fyrir internet samband fyrirtækis
- VLAN fyrir VoIP þjónustu
Útbreiðsla
ADSL kerfi Mílu er gríðarlega útbreytt. Allir þéttbýlisstaðir landsins eru vel tengdir. Á forsíðu www.mila.is má kanna hvaða tengimöguleikar eru á viðkomandi heimilisfangi. Niðurstaðan sýnir hvaða þjónusta er í boði ásamt hámarkshraða sem býðst.
SHDSL
SHDSL fyrirtækjatenging er nettenging sem ætluð til reksturs lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar sem ADSL fyrirtækjatenging dugir ekki til.
Helsti kostur SHDSL fyrirtækjatenginga er að hraðinn er jafn í báðar áttir. Hægt að velja hraða á bilinu 2 Mb/s – 20 Mb/s.
Fyrir aukinn hraða eru fleiri koparlínur nýttar, eða að hámarki 4 línur fyrir 20 Mb/s hraða.
Ekki er boðið upp á flutning á sjónvarpsþjónustu yfir SHDSL fyrirtækjatengingar.
Helstu kostir fyrirtækjatenginga umfram heimilistengingar
Fyrirtækjatengingar fá forgang í bilunum umfram heimilistengingar.
Allt að 3 þjónustutengingar (VLAN).
Dæmi um þjónustutengingar:
- VLAN til að tengja saman útibú fyrirtækja
- VLAN fyrir internet samband fyrirtækis
- VLAN fyrir VoIP þjónustu.
Útbreiðsla
SHDSL búnaður Mílu er staðsettur í stærstu þéttbýliskjörnum á landinu.
Vinsamlegast hafið samband við sala@mila.is til að nálgast verðskrá fyrir bitastraum.
Míla leggur ljósleiðara víða víða um land. Það er mikilvægt að lagnir séu rétt upp settar og að farið sé eftir reglum um uppsetningu innanhússlagna.
Innanhússlagnir vegna ljósleiðaraheimtauga
Míla leggur ljósleiðara víða um land og í nýbyggingum eru aðeins ljósleiðaraheimtaugar lagðar í stað koparheimtauga áður. Það er algjört skilyrði að hönnuðir og rafverktakar sem sjá um innanhússlagnir fyrir húseigendur leggi Single Mode ljósleiðara inn í hverja íbúð.
Míla ráðleggur hönnuðum að hafa samband við Mílu til að fá upplýsingar um æskilegar innanhússlagnir í nýjum fjölbýlishúsum á hverjum stað.
Leiðbeiningar fyrir innanhúslagnir
Leiðbeiningar - Innanhúslagnir 160914
Innanhússlagnir vegna VDSL2 og vigrunar
Mikilvægt er að setja upp línudeili (e.Splitter) þegar sett er upp VDSL2 tenging, til að koma í veg fyrir truflandir á tengingum. Smásíur duga ekki fyrir þessi sambönd til að koma í veg fyrir truflanir.
Þegar vigrun er sett á línu er milliheyrslum eytt og þá geta komið í ljós vandamál sem áður hurfu í truflunum frá milliheyrslunni. Því er mikilvægt að línudeilir sé á línunni og að hann sé rétt uppsettur.
Leiðbeiningar fyrir innanhúslagnir VDSL tenginga
Leiðbeiningar - Innanhúslagnir vegna VDSL