Rafrænir reikningar

Senda inn reikning
Það er ódýrara að senda reikninga rafrænt, móttaka reikninga er hraðari og öruggari og þá eru rafrænir reikningar umhverfisvænni kostur og styðja við sjálfbærni.
Þið getið annað hvort sent okkur reikning í gegnum rafræna gátt hjá okkur eða sent rafrænt í gegnum ykkar reikningagerðakerfi. Mörg kerfi styðja rafræna reikninga og byrja þarf að setja slíkt upp. Þegar reikningur er skráður hér í gegnum gáttina á ekki að senda reikninginn samhliða á pappír, né með tölvupósti. Upprunareikninginn skal setja inn í skráningarformið sem viðhengi.
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að senda reikning til Mílu með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlara.