Nýtt á 10x í desember

Við erum á hraðaferð og 10x vettvangur framtíðar heldur áfram að stækka og dafna. Við höfum opnað á sölu á 2,5 - 5 og 10 gígabita á sekúndu nethraða á 12 stöðum í desember, ásamt einum stað sem fær 2,5 gígabita á sekúndu.
13 staðir uppfærðir
Við höfum uppfært búnað og burðarlag með það markmið að stækka þjónustusvæði 10x. Uppfærsla okkar á bylgjulengdarkerfinu á norðausturhorni landsins opnaði á þennan möguleika fyrir Húsvíkinga. Við höfum opnað á sölu fyrir alla nethraða fyrir öll heimili tengd ljósleiðara Mílu á eftirfarandi stöðum:
- Blönduós
- Dalvík
- Egilsstaðir
- Höfn
- Húsavík
- Hveragerði
- Ísafjörður
- Ólafsfjörður
- Sauðárkrókur
- Siglufjörður
- Stokkseyri og Eyrarbakki
- Vestmannaeyjar
Vogar voru uppfærðir í 2,5 gígabita á sekúndu nethraða.
Aukin upplifun og nægt svigrúm
10x tengingar veita nægt svigrúm fyrir nýsköpun, þjónustu framtíðar og næg gæði fyrir þau kröfuhörðustu. 2,5 gígabitar á sekúndu er meira en tvöföldun á nethraða sem heimili þekktu áður. Á næstunni munum við sjá netþjónustu og ný tæki ná að nýta sér þessa auknu bandvídd - sem geta farið vel umfram einn gígabíta á sekúndu á álagspunktum og stytt biðina. Wi-Fi 7 netbeinar eru einmitt farnir að láta sjá sig í verslunum og á þessu ári verða margar fartölvur komnar með Wi-Fi 7 netkort.
Opið á sölu núna
Við höfum nú þegar opnað á sölu á þessum stöðum og hægt er að fletta þeim upp í Get ég tengst? þjónustunni.