Spurt & svarað
Algengar spurningar
10x er vettvangur framtíðar og býður upp á 2,5 - 5 og 10 gígabita á sekúndu upp og niður. Míla tengir heimili, fyrirtæki og stofnanir við 10x. Allt höfuðborgarsvæðið hefur verið tengt við 10x, og vinnum við statt og stöðugt að frekari uppbyggingu.
Ef það er búið að tengja ljósleiðara að þinni byggingu en ekki búið að setja upp ljósleiðarabox frá Mílu - þá tekur það 1-14 virka daga að fá til þín uppsetningarfulltrúa sem setur upp allt, í einu. Oftast er biðin nær undir 5 dögum. Ef það er uppsett ljósleiðarabox inn í rýminu - er hægt að ganga strax í uppsetningu netbúnaðar.
Þú getur flett þér upp á „Get ég tengst" vefsíðunni hérna efst.
Míla er heildsali og selur einungis öðrum fjarskiptafélögum vörur og þjónustu. Vinsamlegast hafið samband við ykkar þjónustuaðila til að komast í samband við kerfi Mílu. Þjónustuaðilar Mílu panta í gegnum vefgátt, þjónustuvef Mílu eða með því að senda póst á sala@mila.is.
Bilanagreining & þjónusta
Það er best að hafa samband við þinn þjónustuaðila þegar þú verður var við röskun. Sjá yfirlit þjónustuaðila á forsíðu.
Míla er heildsali og veitir aðilum með fjarskiptaleyfi þjónustu.
Myndlyklar og routerar hafa takmarkaðan líftíma. Það getur verið að það sé kominn tími á að skipta út búnaði. Þá getur einnig verið að fara þurfi fram uppfærsla á þessum búnaði. Hafðu samband við þinn þjónustuaðila og fáðu ráðgjöf varðandi búnaðinn hjá þér.
Það getur verið ráð að láta mæla gæði tenginga innanhúss ef vandamál eru á netinu. Innanhússlagnir sem eru orðnar lélegar, t.d. í eldri húsum geta valdið hægagangi og truflunum.
Það er svo margt sem getur haft áhrif á útkomu hraðamælinga. Ef hraðinn er mældur á þráðlausu neti fæst aldrei nema brot af hæsta mögulega hraða nettengingarinnar. Ef mörg hraðapróf eru framkvæmda á sama tíma hefur það áhrif á mælingu.