Rafræn vöktun Mílu
Ábyrgðaraðili vöktunar: Míla hf., Stórhöfða 22-30, 110 Reykjavík, S: 585-6000, netfang mila@mila.is/personuvernd@mila.is
Tilgangur vöktunar
Á grundvelli lögmætra hagsmuna Mílu er í og við tækjahús ásamt skrifstofuhúsnæði Mílu viðhöfð rafræn vöktun með eftirlitsmyndavélum í öryggis- og eignavörsluskyni.
Vöktunin fer fram í samræmi við reglur um rafræna vöktun nr. 50/2023 og lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Við vöktunina gætir Míla meðalhófs og gengur ekki lengra en þörf krefur til þess að virða friðhelgi einkalífs þeirra einstaklinga sem fara um svæðið.
Upplýsingum sem er safnað
Við vöktunina safnar Míla myndefni sem getur innihaldið persónuupplýsingar, svo sem andlit og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar um þá einstaklinga sem fara um svæðið.
Aðgangur, miðlun og varðveislutími
Aðgangur að myndefni sem verður til við rafræna vöktun er takmarkaður við útvalda starfsmenn fyrirtækisins sem hafa þekkingu á meðferð slíkra gagna. Myndefnið er ekki varðveitt lengur en 30 daga nema sérstök ástæða sé fyrir slíku og heimild fyrir frekari varðveislu. Eftir þann tíma er myndefni eytt. Myndefni sem verður til við vöktunina er ekki afhent öðrum nema á grundvelli samþykkis hins skráða, lagaskyldu eða að upplýsingarnar varði slys eða refsiverðan verknað sem afhenda ber lögreglu. Myndefni kann að vera afhent tryggingarfélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls, sjá að öðru leyti ákvæði um heimila miðlun persónuupplýsinga í reglum um rafræna vöktun nr. 50/2023.
Ef um sjónvarpsvöktun er að ræða (vöktun án söfnunar myndefnis) er vöktunarefni ekki varðveitt.
Réttindi hinna skráðu
Sá sem sætt hefur rafrænni vöktun hefur réttindi á grundvelli persónuverndarlaga. Hann kann að eiga rétt á að skoða og fá aðgang að myndefni sem verða til um hann ef slíkt skerðir ekki réttindi og frelsi annarra sem vöktunin varðar.
Að öðru leyti vísast til réttinda hins skráða í III. Kafla laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sjá einnig kafla 7 í meðferð persónuupplýsinga.
Ef einhverjar spurningar vakna í tengslum við rafræna vöktun Mílu er hægt er að hafa samband við Mílu mila@mila.is/personuvernd@mila.is Sá sem sætir rafrænni vöktun á rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef að þeir telja að vinnslan sé í andstöðu við ákvæði persónuverndarlaga, www.personuvernd.is.