Tilkynning vegna Vigrunar
Þann 1. júní lýkur prófanatímabili á nýrri vigrunarþjónustu Mílu. Þar með verður hægt að bjóða allt að 100 Mb/s hraða á Ljósveitu til notenda þar sem hefur verið uppfært með vigrun.
Þann 1. júní næstkomandi lýkur prófanatímabili á nýrri vigrunarþjónustu Mílu. Þar með verður hægt að bjóða allt að 100 Mb/s hraða á Ljósveitu til notenda á þeim svæðum sem búið er að uppfæra með vigrun. Þetta á við um allt höfuðborgarsvæðið, Akranes, Hveragerði og Þorlákshöfn. Á þessum svæðum er því hægt að bjóða notendum upp á Ljósveitu með 100Mb/s en upphraði tenginga verður áfram óbreyttur, þ.e. 25 Mb/s.
Þjónustuveitendur stjórna sjálfir innleiðingu þjónustunnar hjá sínum viðskiptavinum í gegnum þjónustuvef Mílu.
Við þessa breytingu verður tekin í notkun ný og öflugri villuleiðrétting á línum sem lækkar töf á línum í 3 – 5 ms úr 10 – 15 ms sem er á VDSL2 línum í dag.