21. júní 2024

Míla og Ljósleiðarinn semja um aðgang að rörum

Míla og Ljósleiðarinn hafa náð samningi um afnot Ljósleiðarans á rörum Mílu, en einhver ágreiningur hefur verið á milli félagana um ákveðin rör sem voru lögð á árunum 2002-2010.

Míla og Ljósleiðarinn hafa náð samningi um afnot Ljósleiðarans á rörum Mílu, en einhver ágreiningur hefur verið á milli félagana um ákveðin rör sem voru lögð á árunum 2002-2010. Félögin hafa leyst þann ágreining og Ljósleiðaranum tryggð afnot að rörum Mílu gegn gjaldi.

 „Í anda nýrra fjarskiptalaga og áherslu stjórnvalda um samnýtingu innviða náðum við klára þetta mál farsællega. Þessi niðurstaða vinnur einnig að grænni framtíð og kemur í veg fyrir að það þurfi að grafa upp götur aftur með tilheyrandi raski og umhverfisspori,“ segir Erik Figueras Torras forstjóri Mílu.