28. ágúst 2024

Míla byggir upp framtíð fjarskipta í Vestmannaeyjum

 

Míla hefur gengið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestamannaeyjum og stefnir á að byggja þar upp öflug fjarskipti til framtíðar.

Míla hefur gengið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestamannaeyjum og stefnir á að byggja þar upp öflug fjarskipti til framtíðar. Míla hefur fylgst af virðingu með þeim góða árangri sem Eygló hefur náð á þeim stutta tíma sem félagið hefur starfað og tekur við því góða starfi. Míla mun fjárfesta í uppbyggingu á svæðinu til að ljúka ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjabæ.

Míla mun bjóða heimilum, stofnunum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum upp á ljósleiðaratengingar og 10x vettvanginn – sem býður upp á allt að 10 gígabita á sekúndu nethraða. Kerfið verður opið öllum þjónustuaðilum á Íslandi, rétt eins og á öðrum þjónustusvæðum Mílu, á samkeppnishæfum kjörum.

„Við erum þakklát fyrir traustið sem okkur er veitt og tækifærið til að byggja upp mikilvæga innviði fyrir Vestmannaeyjar.“ segir Erik Figueras Torras forstjóri Mílu. „Heimili, stofnanir og fyrirtæki í Eyjum munu von bráðar eiga kost á háhraðanettengingum sem munu nýtast þeim til lengri tíma og tryggir svigrúm til nýsköpunar. Míla leggur mikinn metnað í að byggja upp og reka bæði öfluga og örugga fjarskiptainnviði og við göngum bjartsýn inn í samstarf við Vestmannaeyjabæ“.

Frekar upplýsingar veitir Atli Stefán Yngvason í síma 8586444 eða með tölvupósti á atli@mila.is