20. september 2024

Auglýst eftir rafvirkjum eða rafeindavirkjum

Míla er að leita að verktökum eða samstarfsaðila í krefjandi og skemmtilegar uppsetningar á ljósleiðara Mílu. Verkefnið felur í sér að tengja heimili viðskiptavina við vettvang framtíðarinnar og veita þeim örugga og ánægjulega upplifun.

Míla er að leita að verktökum eða samstarfsaðila í krefjandi og skemmtilegar uppsetningar á ljósleiðara Mílu. Verkefnið felur í sér að tengja heimili viðskiptavina við vettvang framtíðarinnar og veita þeim örugga og ánægjulega upplifun.

Það sem þarf að gera:

· Tengja heimili viðskiptavina við ljósleiðara Mílu

· Uppsetningar á búnaði frá fjarskiptafélögum

· Tæknileg aðstoð og ráðgjöf til viðskiptavina

Hvað þarf að kunna?

· Menntun í raf- eða rafeindavirkjun

· Hlý og góð samskipti

· Áhugi á nýjustu tækni og tækjum

· Áhugi, eldmóður og frumkvæði

· Bílpróf til að komast á milli staða

Míla býður upp á þjálfun fyrir alla sem taka að sér verkefnin og sér til þess að verktakar séu uppfullir af visku um ljósleiðara Mílu.

Umsóknarfrestur er til og með 4. október. Míla leggur áherslu á jafnrétti og hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um verkefnið.

Sendu inn þína umsókn á mila@mila.is. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf um þig eða þinn rekstur.