1. ágúst 2024

Atli Stefán til Mílu

Atli Stefán Yngvason hefur verið ráðinn til Mílu

 

Atli Stefán Yngvason, ráðgjafi og viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn til fjarskiptafélagsins Mílu. Þar mun hann bera ábyrgð á samskiptum, mörkun og framtíðarsýn Mílu.

Atli Stefán Yngvason, ráðgjafi og viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn til fjarskiptafélagsins Mílu. Þar mun hann bera ábyrgð á samskiptum, mörkun og framtíðarsýn Mílu. Atli Stefán hóf starfsferil sinn hjá Margmiðlun árið 2004, sem stuttu síðar var keypt af Og Vodafone – og fylgdi Atli með í kaupunum. Atli starfaði hjá Vodafone í næstum áratug en síðustu tíu árin hefur hann starfað hjá ráðgjafastofunni Koala.

Atli Stefán hefur komið að stofnun ýmissa fyrirtækja, s.s að einu elsta starfandi hlaðvarpi Íslands Tæknivarpinu, Vegangerðinni, rútufélaginu Reykjavik Sightseeing, og einnig kom hann að stofnun segulómunarstofunnar Intuens . Síðustu 10 árin hefur Atli rekið ráðgjafastofuna Koala. Atli er sérfræðingur í mörkun, vöruþróun, vefþróun og almannatengslum.

„Við erum spennt að fá reynslubolta eins og Atla til Mílu. Hann er með yfir 20 ára feril í fjarskiptum, sem mun styðja vel við okkar vegferð í uppbyggingu, rekstri og viðhaldi á öflugum fjarskiptainnviðum. Míla starfar í kvikum hátæknigeira og setur sér háleit markmið um að veita mikil gæði, góða upplifun og trausta fjarskiptainniviði. Atli Stefán verður hluti af teymi lykilfólks sem vinnur statt og stöðugt að þeim markmiðum.“ segir Erik Figueras Torras forstjóri Mílu.