Ljósleiðari Mílu
Fyrirtækjatenging á ljósleiðara Mílu (GPON) er mjög öflug og hagkvæm tenging ætluð til reksturs fyrirtækja af öllum stærðum.
Hraðinn er jafn í báðar áttir og er hægt að velja á milli 100 Mb/s, 500 Mb/s og 1 Gb/s hraða.
Mögulegt er að setja upp allt að 5 VLAN á tenginguna og 5 myndlykla fyrir sjónvarpsþjónustu.
Rekstraröryggi fyrirtækjatenginga á ljósleiðara Mílu er mikið. Búnaðurinn í símstöðvum Mílu er tengdur varaafli ef það kemur til rafmagnsleysis.
Afhending fyrirtækjatenginga á GPON
Míla setur upp og virkjar endabúnað fyrir ljósleiðarann hjá fyrirtækinu í samráði við viðskiptavin. Innifalin er allt að 50 metra innanhússlögn á ljósleiðara. Allar lagnir fyrir innan ljósbreytu eru á ábyrgð viðskiptavina.