Ný þjónusta VDSL+ og samtengingar

Póst- og fjarskiptastofnun hefur veitt Mílu heimild til að hefja sölu á nýjum tegundum bitastraumsþjónustu, þó svo að stofnunin hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um skilmála og verð fyrir umræddar tegundir þjónustu. Um er að ræða bitastraumsþjónustu sem felst annars vegar í aðgangi að VDSL+ fyrirtækjaþjónustu í aðgangsleiðum 1 og 3, og hins vegar í aðgangi að lénum og tengiskilum vegna samtengingar fjarskiptafyrirtækja við xDSL og GPON kerfi Mílu vegna aðgangsleiðar 3.

Lesa frétt

Stuðningsleiðarkerfi